Sprautar fólk og spilar í höllinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2021 18:00 Victor var hinn hressasti þegar fréttastofa ræddi við hann. Vísir/Sigurjón Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum. Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“ Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“
Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira