Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:07 Reality Winner í fangabúningi við alríkisdómhúsið í Augusta í Georgíu í júní árið 2018. Hún var dæmd í meira en fimm ára fangelsi fyrir að leka upplýsingum um meint kosningaafskipti Rússa til fjölmiðils. AP/Michael Holahan/The Augusta Chronicle Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja. Rússland Bandaríkin Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja.
Rússland Bandaríkin Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira