Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Snorri Másson skrifar 19. júní 2021 09:01 Það er gömul saga og ný að fólk sem ekki hefur náð aldri villir á sér heimildir til að komast inn á skemmtistaði. Á tækniöld verður það þó sífellt flóknara. Vísir Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum. Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum.
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06