Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Snorri Másson skrifar 19. júní 2021 09:01 Það er gömul saga og ný að fólk sem ekki hefur náð aldri villir á sér heimildir til að komast inn á skemmtistaði. Á tækniöld verður það þó sífellt flóknara. Vísir Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum. Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum.
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06