Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 12:39 Árásin var framin á Hafnarstræti, milli Hlöllabáta og Fjallkonunnar. Vísir/Einar Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. „Okkar upplýsingar eru þær að hann sé úr bráðri lífshættu en honum er enn haldið sofandi,“ segir Grímur. Árásin var framin fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti á aðfaranótt sunnudags. Maður um tvítugt var fluttur illa særður, eftir að hafa verið stunginn með eggvopni í kviðinn, á Landspítala og hann færður á gjörgæslu þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Grímur segir rannsókninni miða vel en hún sé fjarri því að vera lokið. Ekki hafi tekist að komast til botns í því hvort bílbruni sem kom upp í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags tengist árásinni. Þá sé ekki víst hvort eggvopn, sem lögregla lagði hald á á vettvangi, sé vopnið sem beitt var í árásinni. „Við erum enn að ná utan um þetta mál, yfirheyra vitni og þess háttar. Reyna að afla gagna til notkunar í rannsókninni. Það var töluvert af fólki sem var þarna í kring. Það var rætt við það á staðnum af lögreglumönnum sem þar voru en það þarf að fara betur í það,“ segir Grímur. Hinn grunaði, sem einnig er um tvítugur, var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi í gærmorgun og var hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður hann í haldi fram á föstudag. Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærnótt. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Okkar upplýsingar eru þær að hann sé úr bráðri lífshættu en honum er enn haldið sofandi,“ segir Grímur. Árásin var framin fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti á aðfaranótt sunnudags. Maður um tvítugt var fluttur illa særður, eftir að hafa verið stunginn með eggvopni í kviðinn, á Landspítala og hann færður á gjörgæslu þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Grímur segir rannsókninni miða vel en hún sé fjarri því að vera lokið. Ekki hafi tekist að komast til botns í því hvort bílbruni sem kom upp í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags tengist árásinni. Þá sé ekki víst hvort eggvopn, sem lögregla lagði hald á á vettvangi, sé vopnið sem beitt var í árásinni. „Við erum enn að ná utan um þetta mál, yfirheyra vitni og þess háttar. Reyna að afla gagna til notkunar í rannsókninni. Það var töluvert af fólki sem var þarna í kring. Það var rætt við það á staðnum af lögreglumönnum sem þar voru en það þarf að fara betur í það,“ segir Grímur. Hinn grunaði, sem einnig er um tvítugur, var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi í gærmorgun og var hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður hann í haldi fram á föstudag. Málið er til rannsóknar og er grunur uppi um að það tengist íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærnótt.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28 Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27 Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna hnífstungunnar Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið mann með hnífi fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í miðbæ Reykjavíkur í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 13. júní 2021 17:28
Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. 13. júní 2021 16:27
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11