Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 10:00 Michael Taylor og Zayek á flugvelli í Tyrklandi þar sem einkaþotan millilenti á leiðinni til Líbanons, Ghosn ólst upp í Líbanon. Enginn framsalssamingur er á milli Líbanons og Japans. AP/DHA Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið. Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið.
Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25