Stór vika framundan í bólusetningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2021 06:57 43,6 prósent 16 ára og eldri hafa verið fullbólusett og 29,2 prósent eru hálfbólusett. Vísir/Vilhelm Bólusett verður með þremur bóluefnum í Laugardalshöll í þessari viku; frá Janssen, Pfizer og Moderna. Bóluefnið frá AstraZeneca verður notað aðra hverja viku í sumar og verður bólusett með því í næstu viku. Í dag verða karlar fæddir 1981, 1994, 2001 og 2002 og konur fæddar 1976, 1979, 1993 og 1997 bólusett með bóluefninu frá Janssen. Bólusett verður frá kl. 9 til 14 en þeir sem eiga eldra boð í Janssen eru beðnir um að mæta eftir kl. 14 til að koma í veg fyrir langar raðir. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum eiga að mæta á tilgreindum tíma. Á morgun verða karlar fæddir 1996, konur fæddar 1992 og allir fæddir 2003 og 2004 bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Það sama gildir á morgun og gildir í dag; þeir sem hafa áður verið boðaðir í Pfizer en gátu ekki mætt eru beðnir um að mæta eftir kl. 14. Á miðvikudaginn verður síðan Moderna bólusetning. Bæði er um að ræða seinni bólusetningu og bólusetningu karla fæddum 1982. Þennan dag verður bólusett frá kl. 9 til 12 og geta þeir sem eiga eldra boð mætt eftir kl. 12. Samkvæmt Morgunblaðinu er um að ræða 10 þúsund skammta af Janssen, 10 þúsund skammta af Pfizer og 5.000 skammta af Moderna. Ekki hægt að velja annað bóluefni en boð kveður á um Þeir sem geta mætt eftir að hefðbundinn bólusetningartími er búinn, það er eftir kl. 12 eða 14 eru þeir sem fæddir eru 1975 eða fyrr, þeir sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út og þeir sem hafa fengið boð en nýttu sér það ekki. Á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar vakin athygli á því að þeir sem hafa fengið boð í Janssen geta ekki valið að fá annað bóluefni núna en það verður í boði seinna í sumar. Það er ekki hægt að mæta í annað bóluefni en fólk hefur fengið boð í, segir á vef heilsugæslunnar. Þá segir að ungmenni fædd 2003 og 2004 megi ekki fá bóluefnið frá Janssen sökum aldurs. Þessi hópur hafi fengið boð í Pfizer. Upplýsingar um bólusetningar á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Í dag verða karlar fæddir 1981, 1994, 2001 og 2002 og konur fæddar 1976, 1979, 1993 og 1997 bólusett með bóluefninu frá Janssen. Bólusett verður frá kl. 9 til 14 en þeir sem eiga eldra boð í Janssen eru beðnir um að mæta eftir kl. 14 til að koma í veg fyrir langar raðir. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum eiga að mæta á tilgreindum tíma. Á morgun verða karlar fæddir 1996, konur fæddar 1992 og allir fæddir 2003 og 2004 bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Það sama gildir á morgun og gildir í dag; þeir sem hafa áður verið boðaðir í Pfizer en gátu ekki mætt eru beðnir um að mæta eftir kl. 14. Á miðvikudaginn verður síðan Moderna bólusetning. Bæði er um að ræða seinni bólusetningu og bólusetningu karla fæddum 1982. Þennan dag verður bólusett frá kl. 9 til 12 og geta þeir sem eiga eldra boð mætt eftir kl. 12. Samkvæmt Morgunblaðinu er um að ræða 10 þúsund skammta af Janssen, 10 þúsund skammta af Pfizer og 5.000 skammta af Moderna. Ekki hægt að velja annað bóluefni en boð kveður á um Þeir sem geta mætt eftir að hefðbundinn bólusetningartími er búinn, það er eftir kl. 12 eða 14 eru þeir sem fæddir eru 1975 eða fyrr, þeir sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út og þeir sem hafa fengið boð en nýttu sér það ekki. Á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar vakin athygli á því að þeir sem hafa fengið boð í Janssen geta ekki valið að fá annað bóluefni núna en það verður í boði seinna í sumar. Það er ekki hægt að mæta í annað bóluefni en fólk hefur fengið boð í, segir á vef heilsugæslunnar. Þá segir að ungmenni fædd 2003 og 2004 megi ekki fá bóluefnið frá Janssen sökum aldurs. Þessi hópur hafi fengið boð í Pfizer. Upplýsingar um bólusetningar á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira