Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 07:31 Devin Booker lét Nikola Jokic heyra það eftir brotið sem á endanum kallaði á annars stiga ásetningsvillu á Jokic og snemmbúna ferð í sturtu. AP/David Zalubowski Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira