Körfubolti

NBA dagsins: Philadelphia 76ers tóku forystua gegn Atlanta

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joel Embiid átti stórleik í liði Philadelphia í nótt.
Joel Embiid átti stórleik í liði Philadelphia í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Philadelphia 76ers komst í 2-1 í einvíginu gegn Atlanta Hawks með 127-111 sigri og Phoenix Suns er komið í 3-0 gegn Denver Nuggets eftir 116-102 sigur.

Joel Embiid var allt í öllu í liði Philadelphia í nótt. Hann skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af, en góður þriðji leikhluti þar sem Philadelphia menn skoruðu 34 stig gegn 19 stigum Atlanta skiluðu góðum sigri.

Philadelphia er því komið í 2-1 í þessu undanúrslitaeinvígi Austurdeildarinnar.

Klippa: NBA dagsins 12.6

Phoenix Suns sáu um það að skemma fögnuð Nikola Jokic sem fékk afhentann MVP bikarinn fyrir viðureign Suns og Denver Nuggets

Það verður seint hægt að saka Jokic um að hafa ekki gert allt sem hann gat til að vinna þennan leik. Jokic skoraði 32 stig, tók 20 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Devin Booker skoraði 28 stig í liði Suns og Chris Paul fylgdi fast á hæla hans með 27 og sáu þeir til þess að Phoenix Suns þarf nú bara einn sigur til að komast í úrslit Vesturdeildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×