Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 10:19 Dæmi eru um að göngumenn hafi farið yfir lögregluborða sem settir hafa verið upp til öryggis á gossvæðinu. Vísir/Vilhelm Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. „Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira