Ósátt við viðbrögð borgarinnar eftir ítrekaðar kvartanir og milljónarskemmdarverk Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 19:35 Birgir og Hulda eru óánægð með viðbrögð borgarinnar. Skemmdir sem unnar voru á bíl þeirra má sjá til hægri á mynd. Vísir/Egill/úr einkasafni Íbúar í miðbæ Reykjavíkur sem hafa ítrekað kvartað undan lélegum aðbúnaði í bílastæðahúsi og kenna aðgerðaleysi borgarinnar um milljónarskemmdarverk sem var unnið á bíl þeirra. Fjölskylda sem búsett er á Hallveigarstíg hefur leigt bílastæði í Bergstöðum við Bergstaðastræti í tuttugu ár. Þrettánda maí síðastliðinn var grjóti kastað inn um glugga á bíl þeirra og rúður mölbrotnar, líkt og sést á þessum myndum. Tjónið hlaupi á að minnsta kosti 1,3 milljónum króna. „Innréttingin er öll tætt, rifið stýri og leður mikið skemmt, skjár og margt fleira ónýtt inni í bílnum,“ segir Birgir Örn Sigurjónsson, íbúi og eigandi bílsins. Afturrúðan var einnig brotin.úr einkasafni Fleiri orðið fyrir tjóni Birgir og Hulda Vigdísardóttir, annar íbúi og kærasta Birgis, segja skemmdarvarginn hafa komist inn um dyr að bílastæðahúsinu sem eigi að vera lokaðar - en síðustu fjóra mánuði hið minnsta hafi hurðin verið biluð og staðið opin. Bílastæðasjóður hafi hvorki brugðist við né svarað ítrekuðum kvörtunum þeirra vegna hurðarinnar en slá fyrir innganginn hafi loks verið komið í gagnið í síðustu viku. „Svo eru fleiri bílar sem hafa orðið fyrir tjóni, það er búið að stela númeraplötu og bensíni hefur verið stolið og fleiri hafa orðið fyrir því að speglar og rúður hafi verið brotnar og við teljum það alvarlega hegðun að geta ekki brugðist við, af hálfu Reykjavíkurborgar og Bílastæðasjóðs,“ segir Hulda. Hurðin sem hefur verið opin í fjóra mánuði, að sögn Birgis og Huldu.Vísir/Egill Þau séu sem betur fer kaskótryggð en kalli fyrst og fremst eftir svörum. Þau greiði 14.500 krónur fyrir stæðið á mánuði í þeirri trú að búnaður virki sem skyldi. „Þetta er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón,“ segir Hulda. „Maður upplifir smá óöryggi að geta ekki lagt bílnum sínum hérna inni í bílastæðahúsi þar sem hann á að vera öruggur og svo þegar þú kemur að honum er búið að brjótast inn í hann og stela,“ bætir Birgir við. Húsin staðið opin vegna breytinga á aðgangsstýrikerfi Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að sjóðurinn geti ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, líkt og komi skýrt fram í skilmálum hans. Bergstaðir og önnur bílastæðahús hafi jafnframt undanfarið staðið opin vegna vinnu við að skipta út aðgangsstýringarkerfi. Svarið í heild má sjá hér fyrir neðan: Bílastæðasjóður getur ekki tjáð sig um einstaka mál, en það er að sjálfsögðu afskaplega leiðinlegt þegar aðilar verða fyrir tjóni af einhverjum toga. Bílastæðasjóður getur þó ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, en í skilmálum mánaðarkorta í bílahúsum Bílastæðasjóðs kemur einnig skýrt fram að Bílastæðasjóður ber ekki ábyrgð á tjóni, innbrotum eða skemmdarverkum á bifreiðum í bílahúsinu. Aðilum, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem rekja má til sakar af hálfu Bílastæðasjóðs/Reykjavíkurborgar, er bent á að leggja fram kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu sem Reykjavíkurborg hefur, en sú trygging tekur til tjóna sem borgin telst bera skaðabótaábyrgð á samkvæmt skaðabótalögum. Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að skipta út aðgangsstýringarkerfi í bílahúsum Bílastæðasjóðs og er sú vinna í gangi í bílahúsinu Bergstöðum. Af þeirri ástæðu hafa bílahúsin, hvert fyrir sig, verið opin til einhvers tíma. Eins og greinir á heimasíðu Bílastæðasjóðs er almennt gert ráð fyrir að bílahúsin séu opin frá kl. 07:00-24:00 alla daga vikunnar, en að auki er gert ráð fyrir að mánaðarkorthafar hafi aðgang að húsunum allan sólarhringinn. Skipulag Reykjavík Bílar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fjölskylda sem búsett er á Hallveigarstíg hefur leigt bílastæði í Bergstöðum við Bergstaðastræti í tuttugu ár. Þrettánda maí síðastliðinn var grjóti kastað inn um glugga á bíl þeirra og rúður mölbrotnar, líkt og sést á þessum myndum. Tjónið hlaupi á að minnsta kosti 1,3 milljónum króna. „Innréttingin er öll tætt, rifið stýri og leður mikið skemmt, skjár og margt fleira ónýtt inni í bílnum,“ segir Birgir Örn Sigurjónsson, íbúi og eigandi bílsins. Afturrúðan var einnig brotin.úr einkasafni Fleiri orðið fyrir tjóni Birgir og Hulda Vigdísardóttir, annar íbúi og kærasta Birgis, segja skemmdarvarginn hafa komist inn um dyr að bílastæðahúsinu sem eigi að vera lokaðar - en síðustu fjóra mánuði hið minnsta hafi hurðin verið biluð og staðið opin. Bílastæðasjóður hafi hvorki brugðist við né svarað ítrekuðum kvörtunum þeirra vegna hurðarinnar en slá fyrir innganginn hafi loks verið komið í gagnið í síðustu viku. „Svo eru fleiri bílar sem hafa orðið fyrir tjóni, það er búið að stela númeraplötu og bensíni hefur verið stolið og fleiri hafa orðið fyrir því að speglar og rúður hafi verið brotnar og við teljum það alvarlega hegðun að geta ekki brugðist við, af hálfu Reykjavíkurborgar og Bílastæðasjóðs,“ segir Hulda. Hurðin sem hefur verið opin í fjóra mánuði, að sögn Birgis og Huldu.Vísir/Egill Þau séu sem betur fer kaskótryggð en kalli fyrst og fremst eftir svörum. Þau greiði 14.500 krónur fyrir stæðið á mánuði í þeirri trú að búnaður virki sem skyldi. „Þetta er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón,“ segir Hulda. „Maður upplifir smá óöryggi að geta ekki lagt bílnum sínum hérna inni í bílastæðahúsi þar sem hann á að vera öruggur og svo þegar þú kemur að honum er búið að brjótast inn í hann og stela,“ bætir Birgir við. Húsin staðið opin vegna breytinga á aðgangsstýrikerfi Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að sjóðurinn geti ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, líkt og komi skýrt fram í skilmálum hans. Bergstaðir og önnur bílastæðahús hafi jafnframt undanfarið staðið opin vegna vinnu við að skipta út aðgangsstýringarkerfi. Svarið í heild má sjá hér fyrir neðan: Bílastæðasjóður getur ekki tjáð sig um einstaka mál, en það er að sjálfsögðu afskaplega leiðinlegt þegar aðilar verða fyrir tjóni af einhverjum toga. Bílastæðasjóður getur þó ekki borið ábyrgð á skemmdarverkum þriðja aðila, en í skilmálum mánaðarkorta í bílahúsum Bílastæðasjóðs kemur einnig skýrt fram að Bílastæðasjóður ber ekki ábyrgð á tjóni, innbrotum eða skemmdarverkum á bifreiðum í bílahúsinu. Aðilum, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem rekja má til sakar af hálfu Bílastæðasjóðs/Reykjavíkurborgar, er bent á að leggja fram kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu sem Reykjavíkurborg hefur, en sú trygging tekur til tjóna sem borgin telst bera skaðabótaábyrgð á samkvæmt skaðabótalögum. Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að skipta út aðgangsstýringarkerfi í bílahúsum Bílastæðasjóðs og er sú vinna í gangi í bílahúsinu Bergstöðum. Af þeirri ástæðu hafa bílahúsin, hvert fyrir sig, verið opin til einhvers tíma. Eins og greinir á heimasíðu Bílastæðasjóðs er almennt gert ráð fyrir að bílahúsin séu opin frá kl. 07:00-24:00 alla daga vikunnar, en að auki er gert ráð fyrir að mánaðarkorthafar hafi aðgang að húsunum allan sólarhringinn.
Skipulag Reykjavík Bílar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira