„Stærsta kerfisbreyting í málaflokki barna undanfarna áratugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:05 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir frumvörp í barnamálum. Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi frumvörp feli í sér mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann. Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann.
Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45
Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11