Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 12:03 Flóttafólk í Tigray bíður eftir að fá mataraðstoð í Mekele. AP/Ben Curtis Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug. Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira