„Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:32 Erna Kristín hefur síðustu ár frætt landsmenn um líkamsvirðingu. „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31