Flestir rekast á falsfréttir á Facebook Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:54 Sjö af hverjum tíu þátttakendum í spurningakönnun Maskínu segjast hafa rekist á falsfréttir um Kórónuveiru-faraldurinn á netinu. Þar af rákust langflestir á slíkt á Facebook. mynd/AP Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent