Flestir rekast á falsfréttir á Facebook Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:54 Sjö af hverjum tíu þátttakendum í spurningakönnun Maskínu segjast hafa rekist á falsfréttir um Kórónuveiru-faraldurinn á netinu. Þar af rákust langflestir á slíkt á Facebook. mynd/AP Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu. Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Skýrsla fjölmiðlanefndar byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun Maskínu sem fór fram í febrúar og mars 2021. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöðurnar sérlega athyglisverðar þegar þær eru bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var í Noregi. Í Noregi eru 34,4% færri sem hafa efast um sannleiksgildi upplýsinga heldur en á Íslandi. Þá eru 25,7% færri sem hafast rekist á eða fengið senda falsfréttir. Langstærstur hluti Íslendinga sem hefur efast um sannleiksgildi upplýsinga er á aldrinum 18-49 ára. Ólíklegastir eru yngsti hópurinn (15-17 ára) og elsti hópurinn (60 ára á og eldri). Misnotkun tóla geti haft áhrif á skoðanir og samfélagsumræðu Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að þriðjungur þátttakenda á Íslandi segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga um hana í fjölmiðlum. Þar er yngsti hópurinn líklegastur. „Við þetta mætti bæta þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi myndað sér ranga skoðun og þeim sem hafa ekki ennþá áttað sig á því að þeir hafi myndað sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga,“ segir Skúli Bragi. Hann segir mikilvægt að átta sig á því að hvaða áhrif ósannar og misvísandi upplýsingar geta haft á okkar eigin skoðanir og lýðræðislegu umræðuna í samfélaginu sem við búum í. Hann segir fjölmiðlaneytendur hafa rétt á að hafa aðgang að réttum upplýsingum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Staðan er oft mjög ójöfn þar sem við sem neytendur upplýsinga höfum oft færri tól til að vinna með en þeir sem beina upplýsingunum að okkur eins og til dæmis algóriþma, persónusnið, djúpfalsanir og gervigreind. Það eru allt tól sem hægt er að misnota til þess að hafa áhrif á okkar skoðanir og umræðu í samfélaginu.“ Ósatt eða ósammála? Í niðurstöðum kemur fram að sjö af hverjum tíu hafa rekist á upplýsingaóreiðu eða falsfréttir um Kórónuveiruna á netinu. Af þeim voru 83,1% sem rákust á slíkt á Facebook. Í Noregi var hlutfall þeirra sem hafði rekist á falsfréttir um Kórónuveiruna töluvert lægra eða 51%. Skúli telur ástæðuna fyrir þessum mikla mun á Íslandi og Noregi geta verið aukið miðlalæsi hér á landi eða ólíkur skilningur á falsfréttum. Íslendingar geri greinarmun á því sem er ósatt og svo því sem þeir eru ósammála. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir út í viðbrögð sín þegar þeir töldu sig hafa rekist á falsfrétt. Flestir segjast kanna aðrar heimildir sem þeir treysta, skoða aðrar fréttir sem birtar hafa verið á vefmiðlinum eða slá fréttina í leitarvél til að kanna hvort hún sé sönn. „Þessar niðurstöður eru gríðarlega mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því hvar við stöndum þegar að kemur að miðlalæsi. Við sjáum í gegnum alla skýrsluna að yngstu og elstu þátttakendurnir eiga í mestum vandræðum með að koma auga á og bregðast við falsfréttum og upplýsingaóreiðu. Það eru því þeir aldurshópar sem við þurfum að byrja á að beina spjótum okkar að þegar að kemur að fræðslu á miðlalæsi,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Facebook Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira