Sveinbjörn fór á HM eftir veikindin en draumurinn um ÓL fjaraði út Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 08:01 Sveinbjörn Iura varð að játa sig sigraðan gegn Sungho Lee á HM. IJF/Sabau Gabriela Eftir að hafa veikst vegna kórónuveirunnar og þurft að dvelja í samtals þrjár vikur í einangrun á hótelherbergi vegna þess keppti Sveinbjörn Iura á sínu fyrsta móti eftir veikindin í gær, á sjálfu heimsmeistaramótinu í júdó. Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira