Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2021 19:22 Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands. Miklar takmarkanir hafa verið á samkomuhaldi í Frakklandi meira og minna frá því kórónuveirufaraldurinn skall á landinun í fyrra og tilefnislausar ferðir til landsins hafa verið bannaðar. Frá og með deginum í dag mega fullbólusettir íbúar evrópuríkja hins vegar koma til Frakklands án þess að undirgangast skimun. Þeirra á meðal eru Íslendingar. Ferðamálaráð Parísar gerir sér vonir um að allt að fimm milljónir ferðamanna heimsæki borgina á þessu ári. Fyrir faraldurinn árið 2019 komu hins vegar tíu milljónir ferðamanna til Parísar.Thierry Thorel/NurPhoto via Getty Images Fullbólusettir utan Evrópu eins og frá Bandaríkjunum, stórum hluta Asíu, Afriku, Miðausturlöndum og mið Ameríku þurfa hins vegar einnig að fara í skimun fyrir komuna til Frakklands. Sextán ríki eru áfram merkt appelsínugul og má fólk ekki koma þaðan. Corinne Menegaux framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Parísar segir bókanir nú þegar orðnar þrjú til fjögurhundruð prósent fleiri en í fyrra. Lundinn á íbúm Parísar er því farin að léttast, þótt ferðamenn verði sennilega 95 prósentum færri en árið 2019. „Þessi dagsetning, 9. júní, þegar við opnum að hluta til aftur, skiptir okkur að sjálfsögðu mjög miklu máli. Þetta mun hughreysta fólkið og það fær meiri trú á bókanir fyrir sumarið,“ segir Menegaux. Veitingastaðir í Frakklandi hafa einungis mátt þjóða viðskiptavinum utandyra mánuðum saman. Í dag var hins vegar leyft að hleypa gestum inn.Kiran Ridley/Getty Images Ferðamálayfirvöld vonist til að um fimm milljónir manna heimsæki París í ár en fyrir kórónuveirufaraldurinn 2019 heimsóttu tíu milljónir manna borgina. Veitingahúsaeigendur gleðjast líka því nú mega gestir ekki bara sitja utandyra heldur einnig inni á stöðunum. Serge Cachan forstjóri hótelkeðjunnar Astotel segir að fyrir þremur mánuð hefði hann talið að það tæki París allt að fimm ár að ná fyrri styrk í ferðaþjónustunni. „Núna er ég miklu bjartsýnni. Ég held að mjög fljótt, eftir þetta ár sem verður 40-50 prósent af 2019, og að á næsta ári og næstu árum náum við næstum sama fjölda,“ segir Cachan. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á samkomuhaldi í Frakklandi meira og minna frá því kórónuveirufaraldurinn skall á landinun í fyrra og tilefnislausar ferðir til landsins hafa verið bannaðar. Frá og með deginum í dag mega fullbólusettir íbúar evrópuríkja hins vegar koma til Frakklands án þess að undirgangast skimun. Þeirra á meðal eru Íslendingar. Ferðamálaráð Parísar gerir sér vonir um að allt að fimm milljónir ferðamanna heimsæki borgina á þessu ári. Fyrir faraldurinn árið 2019 komu hins vegar tíu milljónir ferðamanna til Parísar.Thierry Thorel/NurPhoto via Getty Images Fullbólusettir utan Evrópu eins og frá Bandaríkjunum, stórum hluta Asíu, Afriku, Miðausturlöndum og mið Ameríku þurfa hins vegar einnig að fara í skimun fyrir komuna til Frakklands. Sextán ríki eru áfram merkt appelsínugul og má fólk ekki koma þaðan. Corinne Menegaux framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Parísar segir bókanir nú þegar orðnar þrjú til fjögurhundruð prósent fleiri en í fyrra. Lundinn á íbúm Parísar er því farin að léttast, þótt ferðamenn verði sennilega 95 prósentum færri en árið 2019. „Þessi dagsetning, 9. júní, þegar við opnum að hluta til aftur, skiptir okkur að sjálfsögðu mjög miklu máli. Þetta mun hughreysta fólkið og það fær meiri trú á bókanir fyrir sumarið,“ segir Menegaux. Veitingastaðir í Frakklandi hafa einungis mátt þjóða viðskiptavinum utandyra mánuðum saman. Í dag var hins vegar leyft að hleypa gestum inn.Kiran Ridley/Getty Images Ferðamálayfirvöld vonist til að um fimm milljónir manna heimsæki París í ár en fyrir kórónuveirufaraldurinn 2019 heimsóttu tíu milljónir manna borgina. Veitingahúsaeigendur gleðjast líka því nú mega gestir ekki bara sitja utandyra heldur einnig inni á stöðunum. Serge Cachan forstjóri hótelkeðjunnar Astotel segir að fyrir þremur mánuð hefði hann talið að það tæki París allt að fimm ár að ná fyrri styrk í ferðaþjónustunni. „Núna er ég miklu bjartsýnni. Ég held að mjög fljótt, eftir þetta ár sem verður 40-50 prósent af 2019, og að á næsta ári og næstu árum náum við næstum sama fjölda,“ segir Cachan.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira