Sístækkandi hlutur streymis bæði jákvæður og neikvæður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2021 12:01 Eiður, hér til hægri, segir sorglegt að aukningu í sölu á tónlist hér á landi megi nær eingöngu rekja til erlendrar tónlistar. Ekki kemur fram í skýrslunni hversu stóra sneið Dave Mustaine, söngvari og gítarleikari Megadeth, á af þeirri köku. Myndir/Getty/FHF Heildarverðmæti tónlistarsölu á Íslandi í fyrra var það mesta frá upphafi skráningar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Alls nam heildarsala rúmum milljarði króna hér á landi í fyrra sem var um tuttugu prósent aukning frá árinu 2019. Þar er hlutur streymis rúm níutíu prósent. Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, segir ánægjulegt að sjá heildarsöluna aukast en sorglegt að aukningin sé nánast eingöngu í erlendri tónlist. Þar sé ráðandi staða streymis skýringin. „Þar er einfaldlega vöruúrvalið svona 99,9 prósent erlend tónlist og 0,1 prósent íslensk. Það er augljós skýring,“ segir Eiður. Íslensk sala minnki bæði í krónum og hlutfallslega samanborið við erlenda. „En það er nánast ómögulegt að bera saman sölu á geisladisku meða vínylplötum í gamla daga og streymi í dag. Þetta eru svo gjörólíkir hlutir.“ Borgað sé fyrir hvert streymi en einungis einu sinni fyrir plötu á föstu formi. Þá segir Eiður að aukinn hlutur streymis sé bæði jákvæður og neikvæður. „Góðu hliðarnar eru mjög augljóslega þær að það eru fleiri notendur en áður að greiða fyrir tónlist. Það er gríðarlega jákvætt. Yfir 100.000 áskrifendur eru nú á Íslandi að Spotify,“ segir Eiður. Íslensk tónlist eigi þó erfitt í samkeppni á streymisveitum vegna þess hversu lítill hluti hún er af framboðinu. Tónlist Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Alls nam heildarsala rúmum milljarði króna hér á landi í fyrra sem var um tuttugu prósent aukning frá árinu 2019. Þar er hlutur streymis rúm níutíu prósent. Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, segir ánægjulegt að sjá heildarsöluna aukast en sorglegt að aukningin sé nánast eingöngu í erlendri tónlist. Þar sé ráðandi staða streymis skýringin. „Þar er einfaldlega vöruúrvalið svona 99,9 prósent erlend tónlist og 0,1 prósent íslensk. Það er augljós skýring,“ segir Eiður. Íslensk sala minnki bæði í krónum og hlutfallslega samanborið við erlenda. „En það er nánast ómögulegt að bera saman sölu á geisladisku meða vínylplötum í gamla daga og streymi í dag. Þetta eru svo gjörólíkir hlutir.“ Borgað sé fyrir hvert streymi en einungis einu sinni fyrir plötu á föstu formi. Þá segir Eiður að aukinn hlutur streymis sé bæði jákvæður og neikvæður. „Góðu hliðarnar eru mjög augljóslega þær að það eru fleiri notendur en áður að greiða fyrir tónlist. Það er gríðarlega jákvætt. Yfir 100.000 áskrifendur eru nú á Íslandi að Spotify,“ segir Eiður. Íslensk tónlist eigi þó erfitt í samkeppni á streymisveitum vegna þess hversu lítill hluti hún er af framboðinu.
Tónlist Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira