„Þú ert búinn að skipta þér af öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 09:31 Anton Gylfi Pálsson fann sig knúinn til að taka Róbert Aron Hostert á eintal um miðjan seinni hálfleik í Vestmannaeyjum í gær. Stöð 2 Sport Kostuleg samskipti Róberts Arons Hostert, leikmanns Vals, og dómarans Antons Gylfa Pálssonar voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigur Vals á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“ Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik