„Þú ert búinn að skipta þér af öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 09:31 Anton Gylfi Pálsson fann sig knúinn til að taka Róbert Aron Hostert á eintal um miðjan seinni hálfleik í Vestmannaeyjum í gær. Stöð 2 Sport Kostuleg samskipti Róberts Arons Hostert, leikmanns Vals, og dómarans Antons Gylfa Pálssonar voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigur Vals á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“ Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00