Chris Harrison hættur í The Bachelor Árni Sæberg skrifar 8. júní 2021 15:32 Chris Harrison var þáttastjórnandi The Bachelor í tæp tuttugu ár. Chris Harrison er hættur sem stjórnandi raunveruleikaþáttanna The Bachelor en hann hefur stýrt þáttunum allt frá fyrsta þætti sem kom út árið 2002. Harrison dró sig í hlé frá þáttunum í febrúar síðastliðnum eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að verja fyrrum keppanda sem sakaður var um kynþáttafordóma. Rachael Kirkconnell, fyrrum keppandi í the Bachelor, var sökuð um kynþáttafordóma í byrjun árs þegar myndir af henni í háskólapartýi árið 2018 komu upp á yfirborðið. Þema partýsins virðist hafa verið „plantekra í Suðurríkjunum.“ Eðli málsins samkvæmt varð Kirkconnell fyrir miklu aðkasti vegna myndanna og neyddist til að gefa út formlega afsökunarbeiðni. Chris Harrison fannst illa vegið að Kirkconnell og kom henni til varnar opinberlega. Hann sagði málið smávægilegt og að gagnrýni sú sem Kirckonnell hafði mátt sæta væri ósanngjörn. Aðdáendur The Bachelor tóku uppátæki Harrisons illa og neyddist hann til að stíga tímabundið til hliðar frá þáttunum. Flestum mátti þó vera ljóst að dagar hans, sem stjórnandi þáttanna, væru liðnir. Nú hefur Harrison formlega hætt störfum en í frétt Deadline um málið segir að starfslokasamningsviðræður hans við framleiðendur þáttanna hafi verið langar og strembnar. Lögmaður Harrisons, Bryan Freedman, hafi hótað að ljóstra upp öllu því slæma sem gerst hefur á bak við tjöldin við framleiðslu The Bachelor. Blaðamaður Deadline fullyrðir að starfslokagreiðsla Harrison hlaupi á tugum milljónum dollara. Hollywood Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Harrison dró sig í hlé frá þáttunum í febrúar síðastliðnum eftir að hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að verja fyrrum keppanda sem sakaður var um kynþáttafordóma. Rachael Kirkconnell, fyrrum keppandi í the Bachelor, var sökuð um kynþáttafordóma í byrjun árs þegar myndir af henni í háskólapartýi árið 2018 komu upp á yfirborðið. Þema partýsins virðist hafa verið „plantekra í Suðurríkjunum.“ Eðli málsins samkvæmt varð Kirkconnell fyrir miklu aðkasti vegna myndanna og neyddist til að gefa út formlega afsökunarbeiðni. Chris Harrison fannst illa vegið að Kirkconnell og kom henni til varnar opinberlega. Hann sagði málið smávægilegt og að gagnrýni sú sem Kirckonnell hafði mátt sæta væri ósanngjörn. Aðdáendur The Bachelor tóku uppátæki Harrisons illa og neyddist hann til að stíga tímabundið til hliðar frá þáttunum. Flestum mátti þó vera ljóst að dagar hans, sem stjórnandi þáttanna, væru liðnir. Nú hefur Harrison formlega hætt störfum en í frétt Deadline um málið segir að starfslokasamningsviðræður hans við framleiðendur þáttanna hafi verið langar og strembnar. Lögmaður Harrisons, Bryan Freedman, hafi hótað að ljóstra upp öllu því slæma sem gerst hefur á bak við tjöldin við framleiðslu The Bachelor. Blaðamaður Deadline fullyrðir að starfslokagreiðsla Harrison hlaupi á tugum milljónum dollara.
Hollywood Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein