„Frábær ferill og algjör fagmaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 23:01 Jakob Örn Sigurðarson fagnar eftir sigurinn á Val í oddaleiknum í átta liða úrslitum Domino's deildarinnar. vísir/bára Eftir leikinn gegn Keflvíkingum í gær tilkynnti KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson að hann væri hættur í körfubolta. KR tapaði leiknum, féll úr leik og því er ljóst að annað lið verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2014. Jakob átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann var í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann var búinn að tala um að þetta væri hans síðasta tímabil en vildi ekki gefa það út fyrr en eftir síðasta leik. Enn einn leikmaðurinn sem verður sjónarsviptir af,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Jón Arnór Stefánsson er einnig hættur og Helgi Már Magnússon hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir eru úr frægum 1982-árgangi í KR sem Benedikt þjálfaði. „Jakob var atvinnumaður til margra ára og var einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð í mörg ár. Hann fór í háskólaboltann, spilaði á Spáni og í Þýskalandi. Frábær ferill og algjör fagmaður.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Jakob og KR Benedikt segir að leitun sé að manni sem er í jafn góðu formi og Jakob. „Menn geta verið í ágætis formi, frábæru formi og svo er Kobbaform eins og við töluðum um í KR. Hann er búinn að hugsa fáránlega vel um sig. Ég hugsa að hann fari að sofa klukkan hálf tíu á hverju kvöldi,“ sagði Benedikt. „Hann getur kannski farið eitthvað út á lífið núna. Ég hugsa að hann hafi ekki gert það í áratugi.“ Í innslaginu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ræddu þeir Benedikt, Kjartan Atli Kjartansson og Kristinn Friðriksson einnig um framtíð KR-liðsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30 „Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53 „Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Jakob átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann var í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann var búinn að tala um að þetta væri hans síðasta tímabil en vildi ekki gefa það út fyrr en eftir síðasta leik. Enn einn leikmaðurinn sem verður sjónarsviptir af,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Jón Arnór Stefánsson er einnig hættur og Helgi Már Magnússon hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir eru úr frægum 1982-árgangi í KR sem Benedikt þjálfaði. „Jakob var atvinnumaður til margra ára og var einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð í mörg ár. Hann fór í háskólaboltann, spilaði á Spáni og í Þýskalandi. Frábær ferill og algjör fagmaður.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Jakob og KR Benedikt segir að leitun sé að manni sem er í jafn góðu formi og Jakob. „Menn geta verið í ágætis formi, frábæru formi og svo er Kobbaform eins og við töluðum um í KR. Hann er búinn að hugsa fáránlega vel um sig. Ég hugsa að hann fari að sofa klukkan hálf tíu á hverju kvöldi,“ sagði Benedikt. „Hann getur kannski farið eitthvað út á lífið núna. Ég hugsa að hann hafi ekki gert það í áratugi.“ Í innslaginu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ræddu þeir Benedikt, Kjartan Atli Kjartansson og Kristinn Friðriksson einnig um framtíð KR-liðsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30 „Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53 „Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30
„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53
„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49