Brooklyn æðir áfram og saknaði Hardens ekkert Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 07:31 Kevin Durant keyrir að körfu Milwaukee en hann skoraði 32 stig í þremur leikhlutum í gær. Getty/Elsa Þrátt fyrir að vera án James Harden vegna meiðsla þá völtuðu Brooklyn Nets hreinlega yfir Milwaukee Bucks í nótt og komust í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn í fyrstu þremur leikhlutunum og Brooklyn náði mest 49 stiga forskoti í leiknum sem endaði þó 125-86. Harden fór meiddur af velli eftir 43 sekúndur í fyrsta leik einvígisins en Brooklyn vann þá 115-107. Hann hefur glímt við meiðsli í læri og það er óvíst hvenær hann snýr aftur til leiks. Harden virtist reyndar við hestaheilsu þegar hann spratt upp af bekknum og fagnaði síðustu körfu Durants, sem hafði stungið sér framhjá Giannis Antetokounmpo, komist að körfunni og skotið aftur fyrir sig. 32 PTS in 3 quarters for KD.BKN goes up 2-0 in the series.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 3: Thursday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/2jmqjqwVf0— NBA (@NBA) June 8, 2021 Þetta var fjórði þrjátíu stiga leikur Durants í úrslitakeppninni en Kyrie Irving kom næstur honum með 22 stig. Antetokounmpo skoraði 18 stig og tók 11 fráköst fyrir Milwaukee en það dugði engan veginn til og hann settist á bekkinn snemma í fjórða leikhluta enda leikurinn þá löngu tapaður. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld en þá færist einvígið yfir til Milwaukee. Phoenix Suns unnu svo fyrsta leik sinn við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar. Denver var yfir stóran hluta leiksins og staðan var 70-60 snemma í þriðja leikhluta þegar Phoenix náði frábærum kafla og komst yfir, 79-72. Chris Paul var svo magnaður í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 14 stig, og sigurinn var aldrei í hættu. Phoenix og Denver mætast aftur annað kvöld. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn í fyrstu þremur leikhlutunum og Brooklyn náði mest 49 stiga forskoti í leiknum sem endaði þó 125-86. Harden fór meiddur af velli eftir 43 sekúndur í fyrsta leik einvígisins en Brooklyn vann þá 115-107. Hann hefur glímt við meiðsli í læri og það er óvíst hvenær hann snýr aftur til leiks. Harden virtist reyndar við hestaheilsu þegar hann spratt upp af bekknum og fagnaði síðustu körfu Durants, sem hafði stungið sér framhjá Giannis Antetokounmpo, komist að körfunni og skotið aftur fyrir sig. 32 PTS in 3 quarters for KD.BKN goes up 2-0 in the series.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 3: Thursday at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/2jmqjqwVf0— NBA (@NBA) June 8, 2021 Þetta var fjórði þrjátíu stiga leikur Durants í úrslitakeppninni en Kyrie Irving kom næstur honum með 22 stig. Antetokounmpo skoraði 18 stig og tók 11 fráköst fyrir Milwaukee en það dugði engan veginn til og hann settist á bekkinn snemma í fjórða leikhluta enda leikurinn þá löngu tapaður. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld en þá færist einvígið yfir til Milwaukee. Phoenix Suns unnu svo fyrsta leik sinn við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar. Denver var yfir stóran hluta leiksins og staðan var 70-60 snemma í þriðja leikhluta þegar Phoenix náði frábærum kafla og komst yfir, 79-72. Chris Paul var svo magnaður í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 14 stig, og sigurinn var aldrei í hættu. Phoenix og Denver mætast aftur annað kvöld.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira