Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 16:24 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam vorið 2018. Hafþór birti þessa mynd á Instagram á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi hlaut tuttugu mánaða dóm í Bitcoin-málinu svokallaða og Sindri tæplega fimm ára dóm. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira