Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en íslamskir uppreisnarmenn hafa farið mikinn í landinu, sérstaklega í landamærahéruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggissveitir ríkisstjórnarinnar leita nú að vígamönnunum.
Helgin hefur verið blóðug í Búrkína Fasó því fjórtán manns voru drepnir í þorpinu Tadayrat, um 150 kílómetra norður af Solhan, á föstudagskvöld. Í síðasta mánuði voru þrjátíu manns drepnir í árásum í austanverðu landinu.
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi árásina á Solhan. Hún sýndi að aðildarríki SÞ þyrftu að leggja aukna áherslu á að uppræta ofbeldisfulla öfgahyggju.