„Þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:00 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust. Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira