Dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:47 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru. Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira