Dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislegt áreiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:47 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu fyrir utan skemmtistað. Þá er honum jafnframt gert að greiða þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í leggöng konunnar, en hann var sýknaður af þeirri ákæru. Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í september 2018 fyrir utan skemmtistað. Klukkan var þá að ganga sex um morgun þegar vinkona brotaþola nálgaðist lögreglu, sem var stödd til móts við skemmtistaðinn, og tjáði lögreglu að brotið hafi verið kynferðislega á vinkonu hennar. Brotaþoli nálgaðist lögreglu í framhaldinu og lýsti málavöxtum. Lýsti hún því hvernig maðurinn hafi þreifað inn undir pils og nærbuxur hennar og einnig stungið fingri inn í leggöng hennar. Hann hafi verið að reyna við hana og reyna að fá hana með sér heim um nóttina. Þegar umrætt atvik átti sér stað hafi brotaþoli verið að tala við aðra konu, fyrir utan skemmtistaðinn, þegar maðurinn hafi farið að áreita sig. Vegna blygðunar hafi hún reynt að leyna því sem maðurinn var að gera og reynt að koma honum frá sér með því að gefa honum olnbogaskot og klípa en hann hafi haldið áfram. Fram kemur í dómnum að konan hafi verið í miklu uppnámi og grátandi þegar hún lýsti atvikum fyrir lögreglu. Maðurinn játaði í skýrslutöku hjá lögreglu, sem fór fram seinna sama dag, að hafa strokið kynfæri konunnar, utan og innan klæða, fyrir framan skemmtistaðinn. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að konan vildi það ekki. Hann hafi hins vegar tekið eftir því að eftir að konan sem þau voru að tala við fór hafi brotaþoli verið vandræðaleg og að hann hafi séð að henni leið vandræðalega. Málið var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness og samkvæmt þeim dómi var framburður bæði brotaþola og ákærða talinn trúverðugur. Hins vegar var svo talið að ekki væri hægt að sanna að maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar og var hann því sýknaður af þeim ákæruliði. Þegar kom að refsingu mat dómurinn svo að taka þyrfti til greina að maðurinn hefði hreinan sakaferil fyrir þetta og að hann hafi ekki reynt að breiða yfir að hafa snert kynfæri konunnar, sem hann er sakfelldur fyrir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira