Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 23:31 Chris Paul í baráttunni gegn Wes Matthews. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira