Körfubolti

Myndasyrpa: Fyrstu Íslandsmeistararnir í tvö ár fögnuðu vel í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir fagna titlinum og Hallveig Jónsdóttir er ekki langt undan.
Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir fagna titlinum og Hallveig Jónsdóttir er ekki langt undan. Vísir/Bára

Valskonur urðu í gærkvöldi fyrstu Íslandsmeistararnir í meistaraflokkum körfuboltans í tvö ár eða síðan vorið 2019.

Valsliðið vann alla þrjá leikina í úrslitaeinvíginu í ár alveg eins og þegar þær unnu titilinn vorið 2019. Þetta eru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar kvennaliðs félagsins.

Ekkert annað lið vann líka Íslandsmeistararatitilinn á þessum 767 dögum sem voru liðnir síðan þá þar sem úrslitakeppnin var flautuð af í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins.

Valskonur fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum vel eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan sem Bára Dröfn Kristinsdóttir tók fyrir Vísi á leiknum í gær.

Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyftu bikarnum með tilþrifum.  Ekki að gera það í fyrsta sinn.Vísir/Bára
Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir faðmst í leikslok eftir að titilinn var í höfn.Vísir/Bára
Ásta Júlía Grímsdóttir lyftir Íslandsbikarnum sem hún var að vinna í annað skiptið með Val.Vísir/Bára
Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður úrslitanna Elín Hildur dóttir hennar fékk að geyma bikarinn.Vísir/Bára
Kiana Johnson var kátari en flestir í leikslok.Vísir/Bára
Helena Sverrisdóttir með Elínu Hildi dóttur sinni og uppskeru gærkvöldsins.Vísir/Bára
Hildur Björg Kjartansdóttir og Kiana Johnson voru báðar í KR þegar Valur varð síðast Íslandsmeistari.Vísir/Bára
Helena Sverrisdóttir leyfði stuðningsmönnum Vals að klappa Íslandsbikarnum.Vísir/Bára
Kiana Johnson var að vinna sinn fyrsta stóra titil.Vísir/Bára
Vísir/Bára
Vísir/Bára



Fleiri fréttir

Sjá meira


×