„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 13:31 Það er mjög erfitt að lesa Val Orra Valsson eins og sést vel á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi. Valur Orri var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Það vantaði reyndar skráða stolna bolta á hann. Stolni boltinn hans á Tyler Sabin í fjórða leikhluta var sem dæmi skráður á Calvin Burks Jr. Það sem er á hreinu er að Valur Orri var að öllum ólöstuðum líklega mikilvægasti leikmaður Keflavíkurliðsins í þessum leik. „Þetta var þvílíkur leikur sem Valur Orri átti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og gaf boltann á sérfræðinginn sinn Hermann Hauksson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Valur Orri var frábær „Frábær leikur hjá honum og þessi stolnu boltar hjá honum þegar hann var að taka boltann af Sabin komu á mjög stórum tímapunktum. Hann var að setja niður stór skot og hann var að fara á körfuna. Leikurinn sem hann spilar er ofboðslega skemmtilegur af því að hann spilar á einhverju allt öðru tempói en aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Hermann. „Um leið og hann fær boltann þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann. Hann er með þannig hreyfingar. Hann tekur skot án þess að hoppa sem gerir varnarmanninum mjög erfitt fyrir að lesa hvort hann eigi að falla fyrir því eða ekki. Ef hann fellur því þá fer Valur á körfuna eða finnur leikmenn,“ sagði Hermann. „Ég vill oft sjá hann skjóta meira því hann er frábær skotmaður. Það sem hann gerði í kvöld er það sem maður veit að hann getur. Hann var ekki bara frábær sóknarlega því hann var frábær varnarlega. Allt sem hann gerði var svo mikilvægt,“ sagði Hermann. Það má sjá umfjöllunina um Val Orra hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Körfuboltakvöld Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Sjá meira
Valur Orri var með 11 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Það vantaði reyndar skráða stolna bolta á hann. Stolni boltinn hans á Tyler Sabin í fjórða leikhluta var sem dæmi skráður á Calvin Burks Jr. Það sem er á hreinu er að Valur Orri var að öllum ólöstuðum líklega mikilvægasti leikmaður Keflavíkurliðsins í þessum leik. „Þetta var þvílíkur leikur sem Valur Orri átti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og gaf boltann á sérfræðinginn sinn Hermann Hauksson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Valur Orri var frábær „Frábær leikur hjá honum og þessi stolnu boltar hjá honum þegar hann var að taka boltann af Sabin komu á mjög stórum tímapunktum. Hann var að setja niður stór skot og hann var að fara á körfuna. Leikurinn sem hann spilar er ofboðslega skemmtilegur af því að hann spilar á einhverju allt öðru tempói en aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Hermann. „Um leið og hann fær boltann þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann. Hann er með þannig hreyfingar. Hann tekur skot án þess að hoppa sem gerir varnarmanninum mjög erfitt fyrir að lesa hvort hann eigi að falla fyrir því eða ekki. Ef hann fellur því þá fer Valur á körfuna eða finnur leikmenn,“ sagði Hermann. „Ég vill oft sjá hann skjóta meira því hann er frábær skotmaður. Það sem hann gerði í kvöld er það sem maður veit að hann getur. Hann var ekki bara frábær sóknarlega því hann var frábær varnarlega. Allt sem hann gerði var svo mikilvægt,“ sagði Hermann. Það má sjá umfjöllunina um Val Orra hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Körfuboltakvöld Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Sjá meira