Kenna milljónum einstaklinga sjálfsvörn á TikTok Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 14:00 Ingibjörg Helga og Jón Viðar. Ísland í dag Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn hafa fengið um 30 milljón áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að þau byrjuðu að kenna þar sjálfsvörn í stuttum myndskeiðum fyrir örfáum vikum. Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð. Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð.
Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00