LeBron einu tapi frá því að detta fyrr út úr úrslitakeppninni en nokkru sinni áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 07:30 LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru með bakið upp við vegg. getty/Christian Petersen Meistarar Los Angeles Lakers eru einu tapi frá því að fara í sumarfrí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 115-85, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. LeBron James hefur aldrei fallið úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum en það gæti gerst í ár. Hann skoraði 24 stig fyrir Lakers sem lék án Anthonys Davis í nótt. Phoenix var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hélt Lakers meðal annars í einungis tíu stigum í 2. leikhluta. Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix. 30 PTS, 7 REB, 5 AST for @DevinBook, helping the @Suns go up 3-2! #WeAreTheValley #NBAPlayoffs Game 6: Thursday at 10:30pm/et on TNT pic.twitter.com/2dZpe1WFGP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Brooklyn Nets tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Boston Celtics, 123-109. Brooklyn vann einvígið 4-1 og mætir Milwaukee Bucks í næstu umferð. James Harden var með þrefalda tvennu í liði Brooklyn; 34 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 25 stig og Kevin Durant 24. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig. Harden, Kyrie, and KD fuel the @BrooklynNets' Game 5 win... they advance to face Milwaukee in the East Semis! #BrooklynTogether #NBAPlayoffs @JHarden13: 34 PTS, 10 REB, 10 AST@KyrieIrving: 25 PTS, 3 3PM@KDTrey5: 24 PTS, 4 3PMGame 1: Saturday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/J63jkPqsMf— NBA (@NBA) June 2, 2021 Denver Nuggets vann Portland Trail Blazers, 147-140, í tvíframlengdum leik og tók þar með forystuna í einvígi liðanna, 3-2. Damian Lillard átti stórkostlegan leik fyrir Portland. Hann skoraði 55 stig og setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Lillard gaf einnig tíu stoðsendingar. Clutch triple after clutch triple in Dame Time...Damian Lillard pours in an #NBAPlayoffs record 12 threes en route to the first 55-point, 10-assist game in postseason history.17-24 FGM | 12-17 3PMGame 6: Thursday at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/3jEroiaJUP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Nikola Jokic dró vagninn hjá Denver með 38 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Michael Porter skoraði 26 stig og tók tólf fráköst. Nikola Jokic (38 PTS, 11 REB, 9 AST) fills up the stat sheet in the @nuggets thrilling Game 5 win!With DEN leading the series 3-2, Game 6 is Thursday at 8pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/rxAOgo9WYp— NBA (@NBA) June 2, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 115-85 LA Lakers Brooklyn 123-109 Boston Denver 147-140 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
LeBron James hefur aldrei fallið úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum en það gæti gerst í ár. Hann skoraði 24 stig fyrir Lakers sem lék án Anthonys Davis í nótt. Phoenix var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hélt Lakers meðal annars í einungis tíu stigum í 2. leikhluta. Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix. 30 PTS, 7 REB, 5 AST for @DevinBook, helping the @Suns go up 3-2! #WeAreTheValley #NBAPlayoffs Game 6: Thursday at 10:30pm/et on TNT pic.twitter.com/2dZpe1WFGP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Brooklyn Nets tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Boston Celtics, 123-109. Brooklyn vann einvígið 4-1 og mætir Milwaukee Bucks í næstu umferð. James Harden var með þrefalda tvennu í liði Brooklyn; 34 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 25 stig og Kevin Durant 24. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig. Harden, Kyrie, and KD fuel the @BrooklynNets' Game 5 win... they advance to face Milwaukee in the East Semis! #BrooklynTogether #NBAPlayoffs @JHarden13: 34 PTS, 10 REB, 10 AST@KyrieIrving: 25 PTS, 3 3PM@KDTrey5: 24 PTS, 4 3PMGame 1: Saturday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/J63jkPqsMf— NBA (@NBA) June 2, 2021 Denver Nuggets vann Portland Trail Blazers, 147-140, í tvíframlengdum leik og tók þar með forystuna í einvígi liðanna, 3-2. Damian Lillard átti stórkostlegan leik fyrir Portland. Hann skoraði 55 stig og setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Lillard gaf einnig tíu stoðsendingar. Clutch triple after clutch triple in Dame Time...Damian Lillard pours in an #NBAPlayoffs record 12 threes en route to the first 55-point, 10-assist game in postseason history.17-24 FGM | 12-17 3PMGame 6: Thursday at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/3jEroiaJUP— NBA (@NBA) June 2, 2021 Nikola Jokic dró vagninn hjá Denver með 38 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Michael Porter skoraði 26 stig og tók tólf fráköst. Nikola Jokic (38 PTS, 11 REB, 9 AST) fills up the stat sheet in the @nuggets thrilling Game 5 win!With DEN leading the series 3-2, Game 6 is Thursday at 8pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/rxAOgo9WYp— NBA (@NBA) June 2, 2021 Úrslitin í nótt Phoenix 115-85 LA Lakers Brooklyn 123-109 Boston Denver 147-140 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira