Sósíalistar þora að berjast fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu án endurgjalds Andri Sigurðsson skrifar 2. júní 2021 08:01 Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar