Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 16:45 Stóru bankarnir þrír hækkuðu sömuleiðis vexti sparnaðarreikninga. Vísir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. Hjá Landsbankanum hækkuðu breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15 prósentustig í dag. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki og vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, haldast sömuleiðis óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans vegna bíla- og tækjafjármögnunar voru hækkaðir um 0,15 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Hækka um allt að 0,25 prósentustig Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,10 prósentustig og verða 3,54%. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,35%. Verðtryggðir íbúðalánavextir eru óbreyttir en kjörvextir bílalána hækka um 0,10 prósentustig og verða 5,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig og til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka sömuleiðis um 0,25 prósentustig. Hækka líka vexti sparnaðarreikninga Vextir á íbúðalánum hafa lækkað hratt síðustu fimmtán mánuði samhliða sögulega lágum stýrivöxtum. Nú er breyting þar á en Seðlabankinn tilkynnti þann 19. maí síðastliðinn að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, einkum til að bregðast við mikilli verðbólgu sem hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir. Litast verðbólgan meðal annars af hækkun húsnæðisverðs sem talin er að hluta tilkomin vegna lækkunar lánsvaxta og tilheyrandi þrýstings á fasteignamarkaðnum. Stýrivaxtahækkunin hefur sömuleiðis áhrif á innlánsvexti bankanna. Landsbankinn hækkar vextir á óverðtryggðum sparireikningum um allt að 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir. Arion banki og Íslandsbanki hækka vexti helstu sparnaðarreikninga um 0,10 til 0,25 prósentustig. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hjá Landsbankanum hækkuðu breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,15 prósentustig í dag. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki og vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, haldast sömuleiðis óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans vegna bíla- og tækjafjármögnunar voru hækkaðir um 0,15 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,10 til 0,25 prósentustig. Hækka um allt að 0,25 prósentustig Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,10 prósentustig og verða 3,54%. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,35%. Verðtryggðir íbúðalánavextir eru óbreyttir en kjörvextir bílalána hækka um 0,10 prósentustig og verða 5,10%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,25 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára hækka um 0,20 prósentustig og til fimm ára hækka um 0,55 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka sömuleiðis um 0,25 prósentustig. Hækka líka vexti sparnaðarreikninga Vextir á íbúðalánum hafa lækkað hratt síðustu fimmtán mánuði samhliða sögulega lágum stýrivöxtum. Nú er breyting þar á en Seðlabankinn tilkynnti þann 19. maí síðastliðinn að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, einkum til að bregðast við mikilli verðbólgu sem hefur reynst þrálátari en gert var ráð fyrir. Litast verðbólgan meðal annars af hækkun húsnæðisverðs sem talin er að hluta tilkomin vegna lækkunar lánsvaxta og tilheyrandi þrýstings á fasteignamarkaðnum. Stýrivaxtahækkunin hefur sömuleiðis áhrif á innlánsvexti bankanna. Landsbankinn hækkar vextir á óverðtryggðum sparireikningum um allt að 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir. Arion banki og Íslandsbanki hækka vexti helstu sparnaðarreikninga um 0,10 til 0,25 prósentustig.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45