Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia tapaði í höfuðborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 08:00 Russell Westbrook hitti skelfilega gegn Philadelphia 76ers en náði þrefaldri tvennu eins og venjulega. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia 76ers tapaði fyrir Washington Wizards, 122-114, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum