Ætla að skima alla íbúa fjölmennustu borgar Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:01 Miðað við höfðatölu er Víetnam enn með mjög lágan fjölda tilfella. EPA/LUONG THAI LINH Yfirvöld í Víetnam ætla að skima alla níu milljónir íbúa stærstu borgar landsins eftir að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem talið er smitast auðveldar manna á milli, fannst þar. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira