Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 12:41 Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, slær tóninn fyrir leiðtogafund Biden og Pútín. Vísir/EPA Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO. Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO.
Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31