Íslandsmeistari þrjátíu árum eftir fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 12:32 Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna og fagna hér með bikarinn. Badminton.is Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Daníel Jóhannesson urðu bæði Íslandsmeistarar í badminton í fyrsta sinn um helgina en einn af hinum Íslandsmeisturum helgarinnar varð sinn fyrsta titil löngu áður en þau Júlíana Karitas og Daníel fæddust. Hin átján ára gamla Júlíana Karitas varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 21-19 og 21-19 sigur á Sigríði Árnadóttur en báðar eru þær í TBR. Daníel vann úrslitalitaleikinn í einliðaleik karla á móti Róberti Inga Huldarssyni úr BH 21-12 og 21-16. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn Júlíönu í meistaraflokki en Daníel hafði áður orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik árið 2018. Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir úr TBR og ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleiknum 21-13 og 27-25. Elsa og Drífa eiga marga Íslandsmeistaratitla á ferilsskránni sinni en Elsa varð Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og svo aftur árin 1998-2000. Það eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í tvíliðaleik karla en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í oddaleik í úrslitunum 21-16, 16-21 og 24-22. Þeir félagar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kristófer Darri og Drífa unnu bæði tvöfalt því þau urðu einnig Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur úr TBR í jöfnum úrslitaleik 21-17 og 21-18. Sigríður tapaði því öllum þremur úrslitaleikjunum í ár. Badminton Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira
Hin átján ára gamla Júlíana Karitas varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir 21-19 og 21-19 sigur á Sigríði Árnadóttur en báðar eru þær í TBR. Daníel vann úrslitalitaleikinn í einliðaleik karla á móti Róberti Inga Huldarssyni úr BH 21-12 og 21-16. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitillinn Júlíönu í meistaraflokki en Daníel hafði áður orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik árið 2018. Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir úr TBR og ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleiknum 21-13 og 27-25. Elsa og Drífa eiga marga Íslandsmeistaratitla á ferilsskránni sinni en Elsa varð Íslandsmeistari í einliðaleik árin 1991-1995 og svo aftur árin 1998-2000. Það eru því þrjátíu ár frá hennar fyrsta titli. Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson úr TBR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í tvíliðaleik karla en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson í oddaleik í úrslitunum 21-16, 16-21 og 24-22. Þeir félagar hafa unnið titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kristófer Darri og Drífa unnu bæði tvöfalt því þau urðu einnig Íslandsmeistarar í tvenndarleik eftir að hafa unnið Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur úr TBR í jöfnum úrslitaleik 21-17 og 21-18. Sigríður tapaði því öllum þremur úrslitaleikjunum í ár.
Badminton Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira