Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 28. maí 2021 22:52 Jón Arnór þakkar uppeldisfélaga sínum Helga Magnússyni fyrir leikinn. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. „Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ég hef náttúrlega aldrei upplifað aðra eins seríu. Smá léttir að þetta sé búið. Mikil vonbrigði náttúrlega að hafa tapað því okkur langaði rosalega að komast áfram en svona heilt yfir að hafa fengið að taka þátt í svona svakalegri rimmu. Auðvitað hefði maður viljað sjá þetta fara einhvern veginn öðruvísi en ég get ekki verið annað en þakklátur. Þakklátur fyrir allt bara, ferilinn og allt þetta fólk og þessa stemmningu. Það að hafa dottið út á móti sínum bestu félögum og KR það er eiginleg erfitt að lýsa því hvernig mér líður en fyrst og fremst er ég þakklátur.“ Jón Arnór var þá beðinn um að snúa sér að leiknum sem fram fór í kvöld og beðinn um að leggja mat á það hvað Valur hefði þurft að gera betur til að ná í sigurinn. „Þetta var bara stál í stál allir fimm leikirnir. Við hefðum getað gert miklu betur í dag fannst mér, við komum ekki eins beittir í leikinn eins og við hefðumv viljað þannig að þeir settu tóninn og fengu sjálfstraust. Sem mátti ekki gerast. Við komum til baka og fengum orkuna en þetta bara spilaðist ekki eins og við vildum. Maður vill alltaf vera bestur í svona leikjum en stundum er það ekki bara þannig. Stundum er maður ekki bara eins góður, sem var raunin fyrir mig persónulega í dag og fleiri og þá er þetta bara erfitt. Maður þarf að halda einbeitingu í 40 mínútur í hverjum einasta leik. Hvert „possession“ er eins og gull og svo dýrmætt að ef það er ekki til staðar þá er þetta erfitt.“ Blaðamaður spurði þá að lokum hvort og hvenær við sæum hann aftur nálægt körfubolta. „Nei, ég er hættur í körfubolta. Þetta er smá frelsi og smá léttir en ofboðslega sárt að þetta hafi farið svona. Þetta eru mjög skrýtnar tilfinningar“, sagði Jón Arnór Stefánsson en honum færi ég þakkir fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenskan körfubolta en hans þáttur í skemmtuninni undanfarna áratugi var rosalega stór.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Leik lokið: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 28. maí 2021 22:16