Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 08:49 Samuel Cassidy mun hafa hlíft sumum af samstarfsmönnum sínum en skotið aðra. Vísir/AP Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín. Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Samuel Cassidy (57) mætti í vinnuna í lestamiðstöðinni um klukkan sex um morguninn, að staðartíma. Var hann með þrjár skammbyssur og mikið af skotfærum. Þá fundust sprengiefni á heimili hans en þar hafði hann komið fyrir búnaði svo eldur kviknað um það leyti og hann hóf árás sína. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar skaut hann alls 39 skotum en það tók lögregluþjóna sex mínútur eftir að fyrsta tilkynningin um árásina barst til Neyðarlínunnar að finna Cassidy og skaut hann sig þá til bana. Laurie Smith, fógeti, sagði blaðamönnum að svo virðist sem Cassidy hafi valið hverja hann skaut til bana. Cassidy sagði minnst einum samstarfsmanni sínum að hann ætlaði ekki að skjóta hann og skaut svo aðra í herberginu til bana. Cassidy er sagður hafa verið mjög reiður í garð vinnu sinnar og samstarfsfélaga í langan tíma. Heimildarmaður fréttaveitunnar segir að hann hafi skrifað ítrekað hve mikið hann hataði vinnuna í bók sem fannst. Fórnarlömb Cassidys voru allt menn og voru þeir frá 29 til 63 ára gamlir. Frekari upplýsingar um þá má finna á vef San Francisco Chronicle. Kirk Bertolet, samstarfsmaður Cassidy, sem ræddi við blaðamann AP, sagði hann hafa verið einfara. Hann hefði ávalt setið einn og talað við engan. Þá sagði Bertolet, sem var í vinnunni þegar árásin átti sér stað, að Cassidy hefði valið fórnarlömb sín sérstaklega. „Hann var reiður út í tilktekið fólk. Hann var reiður og hefndi sín á þessu fólki. Hann skaut fólk. Hann leyfði öðrum að lifa. Þetta var mjög persónuleg. Mjög hnitmiðað,“ sagði Bertolet.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13