Assad endurkjörinn með 95,1 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 07:50 Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu frá 1971 til 2000. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad mun áfram gegna embætti Sýrlandsforseta næstu sjö árin eftir að tilkynnti var í gærkvöldi að hann hafi hlotið 95,1 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000. Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000.
Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09