NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 15:00 Donovan Mitchell var flottur í endurkomu sinni í Utah Jazz liðið í nótt. Hafði misst af sextán leikjum vegna meiðsla en skoraði 25 stig á 26 mínútum. AP/Rick Bowmer Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021) NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021)
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum