Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. maí 2021 21:58 Mygluskemmdir hafa verið í húsnæði Fosssvogsskóla og voru nemendur þaðan sendir í Korpuskóla í vetur. Vísir/Egill Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira