Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2021 18:00 Julius Randle hefur átt hvað stærstan þátt í uppgangi New York Knicks eftir mörg mögur ár. getty/Sarah Stier Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Sonur Randles, Kyden, afhenti pabba sínum verðlaunin eftir æfingu Knicks-liðsins í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Who better to present Julius with the award than the only and only, Kyden! pic.twitter.com/bM2jlQGYEh— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle fékk 493 atkvæði í kjörinu. Jerami Grant, leikmaður Detroit Pistons, kom næstur með 140 atkvæði. Aðeins tveir af hundrað sem kusu settu Randle ekki í efsta sætið á lista sínum. Randle átti sitt langbesta tímabil á ferlinum í vetur. Hann lék alla leiki Knicks í deildarkeppninni nema einn og í þeim var hann með 24,1 stig, 10,2 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann var með 41,1 prósent þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili var Randle með 19,5 stig, 9,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og 27,7 prósent þriggja stiga nýtingu. PPG, RPG, APG, 3PM, 3PT%, FT%, Team Win % Only up from here! pic.twitter.com/DfKqqxLPwl— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 25, 2021 Randle er fyrsti leikmaður Knicks sem fær þessi verðlaun sem voru fyrst veitt fyrir tímabilið 1984-85. Hinn 26 ára Randle er á sínu sjöunda tímabili í NBA. Hann er annar leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn framfarakóngur á sínu sjöunda tímabili eða síðar í deildinni. Hedo Turkoglu fékk þessi verðlaun á sínu áttunda tímabili í deildinni, 2007-08. Fyrstu fjögur tímabil sín í NBA lék Randle með Los Angeles Lakers, hann var svo eitt tímabil hjá New Orleans Pelicans áður en hann fór til Knicks 2019. Knicks lenti í 4. sæti Austurdeildarinnar og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. Liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks, 105-107, í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar. Annar leikurinn fer fram í kvöld og hefst klukkan 23:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira