Dallas óvænt komið í 2-0, Lakers jafnaði og Brooklyn burstaði Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 07:30 Luka Doncic hefur verið geggjaður í fyrstu tveimur leikjunum á móti Los Angeles Clippers sem Dallas Mavericks hefur unnið báða á útivelli. AP/Marcio Jose Sanchez Dallas Mavericks er að byrja úrslitakeppnina í NBA frábærlega og er komið í 2-0 á móti Los Angeles Clippers eftir tvo útisigra í röð. Luka Doncic var stórkostlegur í nótt þegar Dallas Mavericks vann 127-121 sigur á Los Angeles Clippers en Mavericks liðið er flestum að óvörum búið að vinna tvo fyrstu leikina. Doncic var með 39 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en hann fékk líka góðan stuðning frá Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Kristaps Porzingis skoraði 20 stig. 39 points for @luka7doncic.2-0 lead for @dallasmavs.Series shifts to Dallas on Friday at 9:30 PM ET on ESPN.. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/n51k893CU8— NBA (@NBA) May 26, 2021 Doncic var með 31 stig og þrennu í fyrsta leiknu og nýtur sín augljóslega á stærsta sviðinu með samanlagt 70 stig, 17 fráköst og 18 stoðsendingar í þessum tveimur athyglisverðu sigrum á útivelli. Það dugði ekki Clippers liðinu að fá 41 stig frá Kawhi Leonard og 28 stig frá Paul George (12 fráköst, 6 stoðsendingar). Restin af byrjunarliðinu skoraði aðeins 14 stig samtals en Reggie Jackson var næststigahæstur með 15 stig inn af bekknum. All-around game from @AntDavis23 to lift the @Lakers in Game 2! #NBAPlayoffs 34 PTS 10 REB 7 AST 3 BLKGame 3 Thu, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/AjjYWd3WJd— NBA (@NBA) May 26, 2021 Anthony Davis var frábær þegar Los Angeles Lakers jafnaði einvígið á móti Phoenix Suns með 109-102 sigri. Davis var í vandræðum í fyrsta leiknum en kom sterkur til baka í nótt þar sem hann var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Dennis Schroder var með 24 stig og LeBron James bætti við 23 stigum og 9 stoðsendingum. Sigur Lakers var nokkuð sannfærandi en liðið komst meðal annars í 63-48 í byrjun seinni hálfleiks. Suns liðið gafst þó ekki upp og var komið 88-86 yfir þegar sex mínútur voru eftir. Þeir réðu hins vegar ekki við Davis og James í lokin og Lakers vann mikilvægan sigur. Devin Booker var atkvæðamestur hjá Phoenix liðinu með 31 stig en hann hitti úr öllum sautján vítum sínum. Deandre Ayton var síðan með 22 stig og 10 fráköst. 26 points for @KDTrey5 8-12 shooting 4 blocks @BrooklynNets go up 2-0G3 - Fri, 8:30pm/et, ABC #NBAPlayoffs pic.twitter.com/nZNglFPLYb— NBA (@NBA) May 26, 2021 Boston Celtics ætlar ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Brooklyn Nets en Nets liðið vann annan leikinn 130-108 og er komið í 2-0 í einvíginu. Joe Harris minnti á sig og þá staðreynd að Brooklyn Nets liðið er ekki bara þessir stóru þrír. Harris skoraði sjö þriggja stiga körfur og alls 25 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Brooklyn með 26 stig, James Harden skoraði 20 stig og Kyrie Irving var með 15 stig. Allir voru þeir með á bilinu fimm til sjö stoðsendingar, Harden gaf sjö, Kyrie sex og Durant fimm. Marcus Smart skoraði 19 stig fyrir Boston og Kemba Walker var með 17 stig en Jayson Tatum skoraði bara 9 stig á 21 mínútu áður en hann fékk fingur í augað og spilaði ekki meira. Luka ERUPTS for 39 PTS as the @dallasmavs take a 2-0 series lead! Game 3 is Friday at 9:30 PM ET on ESPN.Tim Hardaway Jr.: 28 PTS, 6 3PMKristaps Porzingis: 20 PTS, 3 STLKawhi Leonard: 41 PTS pic.twitter.com/HOnS4pqHP6— NBA (@NBA) May 26, 2021 FINAL SCORE THREAD Kevin Durant does it on both ends as the @BrooklynNets go up 2-0! Game 3 is Friday at 8:30 PM ET on ABC.James Harden: 20 PTS, 7 ASTJoe Harris: 25 PTS, 7 3PM (#NBAPlayoffs career highs) pic.twitter.com/8tNhhZcQpX— NBA (@NBA) May 26, 2021 NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira
Luka Doncic var stórkostlegur í nótt þegar Dallas Mavericks vann 127-121 sigur á Los Angeles Clippers en Mavericks liðið er flestum að óvörum búið að vinna tvo fyrstu leikina. Doncic var með 39 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en hann fékk líka góðan stuðning frá Tim Hardaway Jr. sem skoraði 28 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Kristaps Porzingis skoraði 20 stig. 39 points for @luka7doncic.2-0 lead for @dallasmavs.Series shifts to Dallas on Friday at 9:30 PM ET on ESPN.. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/n51k893CU8— NBA (@NBA) May 26, 2021 Doncic var með 31 stig og þrennu í fyrsta leiknu og nýtur sín augljóslega á stærsta sviðinu með samanlagt 70 stig, 17 fráköst og 18 stoðsendingar í þessum tveimur athyglisverðu sigrum á útivelli. Það dugði ekki Clippers liðinu að fá 41 stig frá Kawhi Leonard og 28 stig frá Paul George (12 fráköst, 6 stoðsendingar). Restin af byrjunarliðinu skoraði aðeins 14 stig samtals en Reggie Jackson var næststigahæstur með 15 stig inn af bekknum. All-around game from @AntDavis23 to lift the @Lakers in Game 2! #NBAPlayoffs 34 PTS 10 REB 7 AST 3 BLKGame 3 Thu, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/AjjYWd3WJd— NBA (@NBA) May 26, 2021 Anthony Davis var frábær þegar Los Angeles Lakers jafnaði einvígið á móti Phoenix Suns með 109-102 sigri. Davis var í vandræðum í fyrsta leiknum en kom sterkur til baka í nótt þar sem hann var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Dennis Schroder var með 24 stig og LeBron James bætti við 23 stigum og 9 stoðsendingum. Sigur Lakers var nokkuð sannfærandi en liðið komst meðal annars í 63-48 í byrjun seinni hálfleiks. Suns liðið gafst þó ekki upp og var komið 88-86 yfir þegar sex mínútur voru eftir. Þeir réðu hins vegar ekki við Davis og James í lokin og Lakers vann mikilvægan sigur. Devin Booker var atkvæðamestur hjá Phoenix liðinu með 31 stig en hann hitti úr öllum sautján vítum sínum. Deandre Ayton var síðan með 22 stig og 10 fráköst. 26 points for @KDTrey5 8-12 shooting 4 blocks @BrooklynNets go up 2-0G3 - Fri, 8:30pm/et, ABC #NBAPlayoffs pic.twitter.com/nZNglFPLYb— NBA (@NBA) May 26, 2021 Boston Celtics ætlar ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Brooklyn Nets en Nets liðið vann annan leikinn 130-108 og er komið í 2-0 í einvíginu. Joe Harris minnti á sig og þá staðreynd að Brooklyn Nets liðið er ekki bara þessir stóru þrír. Harris skoraði sjö þriggja stiga körfur og alls 25 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Brooklyn með 26 stig, James Harden skoraði 20 stig og Kyrie Irving var með 15 stig. Allir voru þeir með á bilinu fimm til sjö stoðsendingar, Harden gaf sjö, Kyrie sex og Durant fimm. Marcus Smart skoraði 19 stig fyrir Boston og Kemba Walker var með 17 stig en Jayson Tatum skoraði bara 9 stig á 21 mínútu áður en hann fékk fingur í augað og spilaði ekki meira. Luka ERUPTS for 39 PTS as the @dallasmavs take a 2-0 series lead! Game 3 is Friday at 9:30 PM ET on ESPN.Tim Hardaway Jr.: 28 PTS, 6 3PMKristaps Porzingis: 20 PTS, 3 STLKawhi Leonard: 41 PTS pic.twitter.com/HOnS4pqHP6— NBA (@NBA) May 26, 2021 FINAL SCORE THREAD Kevin Durant does it on both ends as the @BrooklynNets go up 2-0! Game 3 is Friday at 8:30 PM ET on ABC.James Harden: 20 PTS, 7 ASTJoe Harris: 25 PTS, 7 3PM (#NBAPlayoffs career highs) pic.twitter.com/8tNhhZcQpX— NBA (@NBA) May 26, 2021
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira