Glæpaforingi segir tyrknesku ríkisstjórnina tengda mafíunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 16:55 Peker er greinilega Dylan maður. skjáskot/youtube Ríkisstjórn Tyrklandsforsetans Erdogans hefur undanfarnar vikur setið undir ásökunum glæpaforingjans Sedats Peker um gríðarlega spillingu og fjölda glæpa eins og nauðganir, morð og eiturlyfjabrask. Ásakanirnar hefur hann birt í myndböndum á YouTube. „Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn. Tyrkland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
„Trúið mér, ég mun kenna þessum harðstjórum að það er ekki til hættulegra vopn en maður sem óttast ekki lengur dauðann,“ sagði Peker í færslu á Twitter ásamt einu YouTube myndbandi sínu. Hann var dæmdur í fangelsi á Tyrklandi árið 2007 fyrir skipulagða glæpastarfsemi og er nú eftirlýstur þar í landi. Kıymetli dostlarım, söz verdiğim üzere üçüncü videomda yine beraberiz. Ölümü göze almış bir insandan daha tehlikeli bir silahın icat edilmediği gerçeğini bazı zalimlere öğreteceğimden hiçbir şüpheniz olmasın. https://t.co/Z4hJ357tgc— Sedat Peker (@sedat_peker) May 9, 2021 Fyrsta myndbandi sínu beindi Peker að hópi tengdum fyrrum fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sem er jafnframt tengdasonur forsetans og Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra landsins. Fljótlega fór hann þó að beina spjótum sínum að núverandi innanríkisráðherranum Suleyman Soylu. Peker hefur enn ekki beint neinum ásökunum beint að Erdogan sjálfum. Hann hefur þó lýst þeim átökum sem eiga sér stað í valdahópum tengdum forsetanum og hvernig þeir berjast um hylli hans og áhrif í landinu. Í þeim sögum upplýsir hann um ýmis tengsl háttsettra embættismanna við mafíuna. Pólitískir andstæðingar forsetans hafa nú krafist rannsóknar á ásökunum glæpaforingjans. Þeir hafa líkt málinu við skandal á tíunda áratugnum þegar tengsl tyrknesku ríkisstjórnarinnar og skipulagðra glæpahópa komu í ljós. Innanríkisráðuneytið hefur neitað öllum ásökunum Pekers og kært hann fyrir þær, samkvæmt frétt The New York Times um málið. Erdogan tók við embætti sínu árið 2003 og báru menn miklar vonir til þess að hann og flokkur hans mörkuðu nýja tíma í tyrkneskum stjórnmálum eftir spillingarskandalinn.
Tyrkland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira