Sósíalistar vilja lækka skatta og láta hin ríku borga Andri Sigurðsson skrifar 26. maí 2021 06:00 Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar