Vopnabúr fyrir börn í vanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 09:01 Hjá Vopnabúrinu er börnum boðið upp á ýmsar tómstundir. Vísir/Vilhelm Vopnabúrið er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda sem stofnað var af fyrrverandi lögreglumanninum og barnaverndarstarfsmanninum Birni Má Sveinbjörnssyni Brink. Hann segir úrræði fyrir þennan hóp ungmenna vanta og að nauðsynlegt sé að koma til móts við börnin og vinna með styrkleika þeirra. „Ég starfaði sem lögreglumaður í rúm 10 ár ogvarð svo barnaverndarstarfsmaður í kjölfarið út frá námi mínu í félagsráðgjöf og er með starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Ég sá á þeim tíma, jafnt og þétt, að fjölskyldur og börn væru oft að mæta úrræðaleysi og miklum biðtíma eftir úrræðum,“ segir Björn. Vopnabúrið opnaði fyrir starfsemi sína fyrr í þessum mánuði og er markmið Björns að mæta börnum, sem glíma við fjölþættan vanda, á jafningjagrundvelli. Hann segir nauðsynlegt að börnin fái að upplifa að á þau sé hlustað og að þau hafi einhverja stjórn á úrræðinu sem þeim er boðið. „Þá sá ég fyrir mér að það vantaði sérsniðin úrræði eftir hverjum skjólstæðingi fyrir sig, þar sem verið er að mæta og finna styrkleika þeirra til þess að byggja undir og finna farveg til að kalla fram jákvæðari hegðun í börnum og venja af slæmum venjum og koma fjölskyldunni í enn meira jafnvægi, bæði hvað varðar skóla, heimili og tómstundir.“ Björn hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, barnaverndarstarfsmaður og einkaþjálfari og nýtir reynslu sína til þess að hjálpa börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Færa þurfi þjónustuna nær fjölskyldunni Hann segist hafa upplifað það í starfi sínu sem lögreglumaður og barnaverndarstarfmaður að börn þurfi oft að bíða eftir úrræðum. Það gangi ekki til lengri tíma og segir Björn nauðsynlegt að þörfum barnanna sé mætt þegar vandamálin komi upp, að þau þurfi ekki að bíða í einhverjar vikur eftir því að fá aðstoð. „Mér fannst þjónustan oft svo langt frá og ég vildi færa þetta miklu nær, að hún komi inn á heimilin, inn á borð til fjölskyldnanna og maður geti verið þar ráðgefandi stuðningsaðili, inni á heimilunum, þegar mest liggur á, því oft reynir mest á þá sem eru næstir þessum börnum,“ segir Björn. „Sérstaklega ef þau eru að bíða eftir því að barnið komist inn á Stuðla í meðferð og greiningu eða eitthvað svoleiðis. Þar er átta vikna bið alla jafna, allt í kalda kolum, barnið á í vímuefnavanda, það strýkur og fer ekki í skólann, er í slæmum félagahópi og allt þetta.“ Úrræðin sérsniðin að hverjum fyrir sig Tengdafaðir Björns er mikill hestamaður og er skjólstæðingum Vopnabúrsins boðið að læra að umgangast hesta hjá honum. Vísir/Vilhelm Hann segir nauðsynlegt að til sé úrræði sem komi til móts við bæði barn og foreldra. Í þessum málum séu foreldrar oft ráðalausir. Þá sé gott að fagaðili komi inn á heimilið og geti útskýrt hvernig foreldrarnir eigi að bregðast við hegðun barns síns. Að sögn Björns er lykilatriðið þó að barnið upplifi að á það sé hlustað. Að það geti að einhverju leyti ráðið för og að myndað sé traust, virðing og auðmýkt í samskiptum við barnið. „Maður reynir líka alltaf að leyfa skjólstæðingum að fá bita af kökunni og fá að kynnast starfinu, hvað er í boði sem varðar tómstundir og áhugamál, sem við erum að sérsníða eftir hverjum einstaklingi fyrir sig,“ segir Björn. Hann nefnir til dæmis að hann hafi unnið með skjólstæðingi undanfarið sem hafi mikinn áhuga á tónlist. Þá hafi Björn komið upp upptökustúdíói í húsnæði Vopnabúrsins og hafi kynnt fyrir barninu námskeið sem það gæti sótt hjá tónlistarþróunarmiðstöðinni og Tónhyl. Einn skjólstæðinga Björns hefur mikinn áhuga á tónlist og greip Björn til þess ráðs að búa til upptökustúdíó fyrir hann svo hann gæti prófað sig áfram í tónlistinni. Vísir/Vilhelm „Við erum að einblína á og reyna að bæta enn frekar það sem barnið er gott í og hefur mikinn áhuga á að gera. Þetta snýst alltaf um samvinnu, það er það sem þetta gengur út á, að þetta sé á þeirra forsendum. Að þau upplifi sig í ökumannssætinu og að þau upplifi það að þau geti haft áhrif á eigið líf, hvert það er að stefna og markmið sín. Við viljum þá bara stefna þangað sem markmiðin þeirra ná og sjá hvort þau geti hugsað sér að starfa við þetta í framtíðinni.“ Markmiðið að Vopnabúrið verði samfélag Framtíðarmarkmið Björns er að Vopnabúrið verði samfélag barna og ungmenna sem hafi upplifað erfiðleika og þurft að nýta sér þessi úrræði. Markmiðið sé að börnin geti unnið sig upp í starfi Vopnabúrsins og að endingu hjálpað öðrum börnum sem komi inn og þurfi á aðstoð að halda. „Það er líka verið að horfa til þess að börnin geti unnið sig jafnt og þétt upp í starfinu ef þau standa sig vel að þá er hægt að vinna sig upp ákveðinn stiga innan Vopnabúrsins. Við horfum á þetta þannig að með tíð og tíma verði þetta vinnuúrræði, þá getur þú hjálpað þeim sem eru í sömu stöðu og þú varst,“ segir Björn. „Þú ert kannski góður í mótorkrossi og getur þá unnið með mér, með einstaklingum til að hjálpa. Maður fær svo mikið úr því að deila og gefa af sér. Það er eitthvað sem við erum að horfa mikið til að þegar þau eru orðin átján ára að þau þurfi ekki að fara. Kerfið virðist alltaf loka svo á þau, þegar þau eru ekki börn lengur.“ Björn Már Sveinbjörnsson Brink stofnaði og opnaði Vopnabúrið á dögunum. Það er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Hann segir enga betri blöndu til á þessum vettvangi heldur en þegar fólk hafi persónulega reynslu af því að hafa glímt við svona erfiðleika og hafi svo sótt sér fagmenntun. „Líka fyrir þau að halda sér áfram á réttu brautinni, það verður til þess að það er meira hópefli innan þessa samfélags. Ef einhverjum einum gengur illa og aðrir, sem hafa verið í svipuðum sporum, vita af því þá geta þau reynt að hafa áhrif á hann. Það er hugsjónin, það er framtíð Vopnabúrsins.“ Vonast til þess að geta haldið áfram í samstarfi við sveitarfélögin Frá því að Vopnabúrið opnaði fyrir starfsemi sína hefur Björn verið að kynna starfið fyrir sveitarfélögum. Hann segist vonast til þess að geta gert þjónustusamninga við sveitarfélögin og að starfið verði í samstarfi við barnaverndardeildir hvers sveitarfélags og jafnvel í samstarfi við skóla. „Þau sjá þörf fyrir þetta, sem er mjög gott,“ segir Björn. „Þjónustan er líka í boði fyrir börn sem hafa ekki komið inn á borð sveitarfélaganna en þurfa á einhverri hversdagsrútínu og ramma að halda,“ segir Björn. Hann segist einblína á að þjónusta börn frá 11 ára aldri upp í átján ára en að hvert tilvik sé metið fyrir sig. Þá segir hann nauðsynlegt að skólar komi til móts við börn sem glími við svona vanda. Skólakerfið er að hans mati barn síns tíma og einblína þurfi meira á styrkleika hvers og eins barns. Björn segir nauðsynlegt að sjónarmið barna, sem þurfa á aðstoð að halda, fái að ráða för þegar unnið er að því að koma þeim í betri rútínu. Vísir/Vilhelm „Það þarf að mæta þessum börnum enn frekar innan skólakerfisins, það eru ekki allir eins. Börn eru eins ólík og þau eru mörg. Það eru ekki allir góðir í stærðfræði eða íslensku. Ef einhver er ekki góður til dæmis í íþróttum þá þarf að finna eitthvað annað sem barnið er gott í og hefur áhuga á. Það þarf að breyta skólakerfinu að mínu mati svo að það hjálpi börnunum meira og sé ekki svona ferkantað,“ segir Björn. „Við viljum hafa skólastjórnendur með í starfinu, með í því að koma til móts við börnin og ég vil að skólastjórnendur komi að samningsborðinu með Vopnabúrinu. Ef barnið er ekki gott í einhverju fagi að þá geti það verið hjá Vopnabúrinu, að gera eitthvað sem það er gott í, og fengið einingar fyrir. Þarna er verið að mæta börnunum, það þarf kannski ekki meira en þetta svo að barnið upplifi að hlustað sé á það. Að það fái að taka þátt í ákvarðanatökunni. Þetta vantar.“ Hægt er að lesa sér meira til um Vopnabúrið hér. Börn og uppeldi Barnavernd Félagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Ég starfaði sem lögreglumaður í rúm 10 ár ogvarð svo barnaverndarstarfsmaður í kjölfarið út frá námi mínu í félagsráðgjöf og er með starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Ég sá á þeim tíma, jafnt og þétt, að fjölskyldur og börn væru oft að mæta úrræðaleysi og miklum biðtíma eftir úrræðum,“ segir Björn. Vopnabúrið opnaði fyrir starfsemi sína fyrr í þessum mánuði og er markmið Björns að mæta börnum, sem glíma við fjölþættan vanda, á jafningjagrundvelli. Hann segir nauðsynlegt að börnin fái að upplifa að á þau sé hlustað og að þau hafi einhverja stjórn á úrræðinu sem þeim er boðið. „Þá sá ég fyrir mér að það vantaði sérsniðin úrræði eftir hverjum skjólstæðingi fyrir sig, þar sem verið er að mæta og finna styrkleika þeirra til þess að byggja undir og finna farveg til að kalla fram jákvæðari hegðun í börnum og venja af slæmum venjum og koma fjölskyldunni í enn meira jafnvægi, bæði hvað varðar skóla, heimili og tómstundir.“ Björn hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, barnaverndarstarfsmaður og einkaþjálfari og nýtir reynslu sína til þess að hjálpa börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Færa þurfi þjónustuna nær fjölskyldunni Hann segist hafa upplifað það í starfi sínu sem lögreglumaður og barnaverndarstarfmaður að börn þurfi oft að bíða eftir úrræðum. Það gangi ekki til lengri tíma og segir Björn nauðsynlegt að þörfum barnanna sé mætt þegar vandamálin komi upp, að þau þurfi ekki að bíða í einhverjar vikur eftir því að fá aðstoð. „Mér fannst þjónustan oft svo langt frá og ég vildi færa þetta miklu nær, að hún komi inn á heimilin, inn á borð til fjölskyldnanna og maður geti verið þar ráðgefandi stuðningsaðili, inni á heimilunum, þegar mest liggur á, því oft reynir mest á þá sem eru næstir þessum börnum,“ segir Björn. „Sérstaklega ef þau eru að bíða eftir því að barnið komist inn á Stuðla í meðferð og greiningu eða eitthvað svoleiðis. Þar er átta vikna bið alla jafna, allt í kalda kolum, barnið á í vímuefnavanda, það strýkur og fer ekki í skólann, er í slæmum félagahópi og allt þetta.“ Úrræðin sérsniðin að hverjum fyrir sig Tengdafaðir Björns er mikill hestamaður og er skjólstæðingum Vopnabúrsins boðið að læra að umgangast hesta hjá honum. Vísir/Vilhelm Hann segir nauðsynlegt að til sé úrræði sem komi til móts við bæði barn og foreldra. Í þessum málum séu foreldrar oft ráðalausir. Þá sé gott að fagaðili komi inn á heimilið og geti útskýrt hvernig foreldrarnir eigi að bregðast við hegðun barns síns. Að sögn Björns er lykilatriðið þó að barnið upplifi að á það sé hlustað. Að það geti að einhverju leyti ráðið för og að myndað sé traust, virðing og auðmýkt í samskiptum við barnið. „Maður reynir líka alltaf að leyfa skjólstæðingum að fá bita af kökunni og fá að kynnast starfinu, hvað er í boði sem varðar tómstundir og áhugamál, sem við erum að sérsníða eftir hverjum einstaklingi fyrir sig,“ segir Björn. Hann nefnir til dæmis að hann hafi unnið með skjólstæðingi undanfarið sem hafi mikinn áhuga á tónlist. Þá hafi Björn komið upp upptökustúdíói í húsnæði Vopnabúrsins og hafi kynnt fyrir barninu námskeið sem það gæti sótt hjá tónlistarþróunarmiðstöðinni og Tónhyl. Einn skjólstæðinga Björns hefur mikinn áhuga á tónlist og greip Björn til þess ráðs að búa til upptökustúdíó fyrir hann svo hann gæti prófað sig áfram í tónlistinni. Vísir/Vilhelm „Við erum að einblína á og reyna að bæta enn frekar það sem barnið er gott í og hefur mikinn áhuga á að gera. Þetta snýst alltaf um samvinnu, það er það sem þetta gengur út á, að þetta sé á þeirra forsendum. Að þau upplifi sig í ökumannssætinu og að þau upplifi það að þau geti haft áhrif á eigið líf, hvert það er að stefna og markmið sín. Við viljum þá bara stefna þangað sem markmiðin þeirra ná og sjá hvort þau geti hugsað sér að starfa við þetta í framtíðinni.“ Markmiðið að Vopnabúrið verði samfélag Framtíðarmarkmið Björns er að Vopnabúrið verði samfélag barna og ungmenna sem hafi upplifað erfiðleika og þurft að nýta sér þessi úrræði. Markmiðið sé að börnin geti unnið sig upp í starfi Vopnabúrsins og að endingu hjálpað öðrum börnum sem komi inn og þurfi á aðstoð að halda. „Það er líka verið að horfa til þess að börnin geti unnið sig jafnt og þétt upp í starfinu ef þau standa sig vel að þá er hægt að vinna sig upp ákveðinn stiga innan Vopnabúrsins. Við horfum á þetta þannig að með tíð og tíma verði þetta vinnuúrræði, þá getur þú hjálpað þeim sem eru í sömu stöðu og þú varst,“ segir Björn. „Þú ert kannski góður í mótorkrossi og getur þá unnið með mér, með einstaklingum til að hjálpa. Maður fær svo mikið úr því að deila og gefa af sér. Það er eitthvað sem við erum að horfa mikið til að þegar þau eru orðin átján ára að þau þurfi ekki að fara. Kerfið virðist alltaf loka svo á þau, þegar þau eru ekki börn lengur.“ Björn Már Sveinbjörnsson Brink stofnaði og opnaði Vopnabúrið á dögunum. Það er nýtt úrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Hann segir enga betri blöndu til á þessum vettvangi heldur en þegar fólk hafi persónulega reynslu af því að hafa glímt við svona erfiðleika og hafi svo sótt sér fagmenntun. „Líka fyrir þau að halda sér áfram á réttu brautinni, það verður til þess að það er meira hópefli innan þessa samfélags. Ef einhverjum einum gengur illa og aðrir, sem hafa verið í svipuðum sporum, vita af því þá geta þau reynt að hafa áhrif á hann. Það er hugsjónin, það er framtíð Vopnabúrsins.“ Vonast til þess að geta haldið áfram í samstarfi við sveitarfélögin Frá því að Vopnabúrið opnaði fyrir starfsemi sína hefur Björn verið að kynna starfið fyrir sveitarfélögum. Hann segist vonast til þess að geta gert þjónustusamninga við sveitarfélögin og að starfið verði í samstarfi við barnaverndardeildir hvers sveitarfélags og jafnvel í samstarfi við skóla. „Þau sjá þörf fyrir þetta, sem er mjög gott,“ segir Björn. „Þjónustan er líka í boði fyrir börn sem hafa ekki komið inn á borð sveitarfélaganna en þurfa á einhverri hversdagsrútínu og ramma að halda,“ segir Björn. Hann segist einblína á að þjónusta börn frá 11 ára aldri upp í átján ára en að hvert tilvik sé metið fyrir sig. Þá segir hann nauðsynlegt að skólar komi til móts við börn sem glími við svona vanda. Skólakerfið er að hans mati barn síns tíma og einblína þurfi meira á styrkleika hvers og eins barns. Björn segir nauðsynlegt að sjónarmið barna, sem þurfa á aðstoð að halda, fái að ráða för þegar unnið er að því að koma þeim í betri rútínu. Vísir/Vilhelm „Það þarf að mæta þessum börnum enn frekar innan skólakerfisins, það eru ekki allir eins. Börn eru eins ólík og þau eru mörg. Það eru ekki allir góðir í stærðfræði eða íslensku. Ef einhver er ekki góður til dæmis í íþróttum þá þarf að finna eitthvað annað sem barnið er gott í og hefur áhuga á. Það þarf að breyta skólakerfinu að mínu mati svo að það hjálpi börnunum meira og sé ekki svona ferkantað,“ segir Björn. „Við viljum hafa skólastjórnendur með í starfinu, með í því að koma til móts við börnin og ég vil að skólastjórnendur komi að samningsborðinu með Vopnabúrinu. Ef barnið er ekki gott í einhverju fagi að þá geti það verið hjá Vopnabúrinu, að gera eitthvað sem það er gott í, og fengið einingar fyrir. Þarna er verið að mæta börnunum, það þarf kannski ekki meira en þetta svo að barnið upplifi að hlustað sé á það. Að það fái að taka þátt í ákvarðanatökunni. Þetta vantar.“ Hægt er að lesa sér meira til um Vopnabúrið hér.
Börn og uppeldi Barnavernd Félagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira