Óttast það að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og barnsins síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:30 Aliphine Tiliamuk fagnar hér eftir að hún tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana. Það var í febrúar í fyrra en síðan þá hefur hún eignast sitt fyrsta barn. Getty/Kevin C. Cox Erlendir áhorfendur eru bannaðir á Ólympíuleikunum í Tókýó og það skapar meðal annars vandamál fyrir íþróttakonur með kornabörn. Ein af þeim er maraþonhlauparinn Aliphine Tuliamuk. „Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sjá meira
„Ég er enn með Zoe á brjósti og get ekki ímyndað mér að vera án hennar,“ sagði Aliphine Tuliamuk í viðtali við Runners World en þar ræðir hún þá krísu sína að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og fjögurra mánaða barnsins síns. Tuliamuk tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikana 29. febrúar 2020 og ætlaði að stofna fjölskyldu í framhaldi þeirra í fyrrasumar. Leikunum var frestað en Aliphine eignaðist síðan dóttur sína 13. janúar síðastliðinn. Olympians who are nursing moms might have to choose between the Games and their babies https://t.co/yxnrEoOk5J— Post Sports (@PostSports) May 20, 2021 Tuliamuk þarf væntanlega að vera án barnsins síns í eina viku á meðan hún fer og keppir á leikunum og það er eitthvað sem Aliphine getur ekki hugsað sér. „Ef ég á að ná fram mínu besta þá verður hún að vera með mér. Ég vona að ég fái það,“ sagði Tuliamuk. Tuliamuk er með dóttur sína á brjósti og gefur henni á þriggja klukkutíma fresti. Það er erfitt að sætti sig við það að íþróttakona með svona ungt barn fái ekki að taka barnið með sér. En um leið er ljóst að hún þarf fleiri með sér því einhver þarf að hugsa um barnið á meðan hún er að keppa. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þetta harðlega er tenniskonan Serena Williams sem hefur ekki verið frá dóttur sinni Olympiu í meira en sólarhring samfellt. Serena gæti sleppt því að keppa á Ólympíuleikunum í ár ef hún fær ekki að taka Olympiu með en dóttir hennar er samt orðið þriggja ára gömul. View this post on Instagram A post shared by Mother Honestly (@motherhonestly) Alþjóða Ólympíunefndin segist vera með þetta í skoðun og að hver beiðnir verði tekin fyrir sér. Það eru því möguleikar fyrir íþróttakonur með ung börn að fá að taka þau með sér. Þær hafa þegar stigið svo stór og mikilvæg skref með því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum svo stuttu eftir að þær urðu mæður. Vandamálið er líka að hver þjóð má bara koma með ákveðin fjölda til Japans og auk keppenda eru það stjórnendur, þjálfarar, læknalið og annað aðstoðarfólk. Bandaríkin má koma með 600 manns og ef að dóttir Aliphine og maður hennar Tim Gannon fá að fara með þá taka þau tvö sæti frá einhverjum öðrum. „Ég er þakklát öllum þeim sem eru að leggja mikið á sig til að hjálpa mér að láta þetta ganga upp. Ég er bara ekki tilbúin að skila hana eftir,“ sagði Aliphine Tuliamuk.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti